Rafrænt geðheilsuátak Mental
Write your awesome label here.
Geðheilsuátaki Mental er ætlað að efla menningu geðheilbrigðis á vinnustað, skapa vitund um mikilvægi andlegrar heilsu, tryggja þekkingu og skilning starfsfólks og stjórnenda á þeim áskorunum sem til staðar eru og styrkja starfsfólk í samskiptahæfni ásamt því að setja mörk í lífi og starfi. Með geðheilsuátaki stíga vinnustaðir mikilvægt skref í að nálgast málefni geðheilbrigðis með forvarnir fremur en viðbrögð (prevention over reaction) að leiðarljósi. Þannig geta vinnustaðir aukið framleiðni, dregið úr fjarvistum og stuðlað að aukinni helgun starfsfólks auk þess að byggja upp geðheilbrigt vinnuumhverfi.
Innifalið:
Innifalið:
- 3 rafrænar fræðslur + leikir/viðburðir
- Verkfærakista fyrir stjórnendur
- 2 Fundir með Mental ráðgjafa
Hvað er innifalið?

-
3 rafrænar fræðslur
- Geðheilbrigði á vinnustað
- Uppskrift að góðri geðheilsu
- Samskipti, sjálfstyrk hegðun og mörk
-
Leikja- og viðburðabanki
Ýmsir leikir, viðburðir og áskoranir til að ílengja áhrif fræðslunnar sem horft er á hverju sinni. Markmið þeirra er ávallt að efla færni, opna á umræðu og setja fræðsluna í samhengi við daglegt líf. -
Verkfærakista
Ýmislegt stuðnings- og ítarefni með fyrir vinnustaði til að nýta sér. Efnið hentar bæði stjórnendum og starfsfólki. -
Fundir með Mental ráðgjafa
Innifalið í átakinu eru 2 fundir með Mental ráðgjafa. Í upphafi er fundur með ráðgjafa til að sérsníða átakið að þínum vinnustað. Við lok átaks er annar fundur þar sem átakið er dregið saman, ávinningur þess og hvað vinnustaðurinn getur gert til að ílengja áhrif átaksins og viðhalda opinni umræðu um geðheilbrigði, geðvanda og andlega vellíðan.