Söluaðili telst vera Mental ráðgjöf ehf., kt. 460308-0620, Reykjavík, Ísland, og er hér eftir vísað til sem ‘Mental’.
Mental áskilur sér rétt til að hætta við skráningar, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á námskeið og vörur fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta skráningar símleiðis.
Mögulegt er að greiða fyrir námskeið með helstu kredit- og debetkortum og fer greiðslan í gegnum örugga greiðslugátt
Straums.
Einnig er hægt að óska eftir því að fá sendan reikning / greiðsluseðil með rafrænum hætti.
Einstaklingar eru skráðir inn í keyptar vörur í síðasta lagi tveimur virkum dögum eftir greiðsla hefur farið fram.
Ef svo ber við að skráningarpóstur berst ekki innan tveggja virkra daga skal hafa samband við mental@mentalradgjof.is.
Við skráningu á námskeið samþykkir viðskiptavinur greiðslu á
námskeiðsgjaldi og við skráningu telst kominn á skuldbindandi samningur milli
aðila. Þar sem afhending námskeiðs fer fram innan tveggja virkra daga frá greiðslu,
þá hefur viðskiptavinur þann tíma til að óska eftir endurgreiðslu og afskráningu.
Þegar viðskiptavini er bætt inn í viðeigandi námskeið opnast strax aðgangur að
námi og fæst þá námskeiðsgjald ekki endurgreitt.
Allar afskráningar og ósk um endurgreiðslu skulu berast skriflega til
Mental á netfangið mental@mentalradgjof.is
.
Vinsamlegast athugið að verð á netinu geta breyst án fyrirvara.
Farið er með öll gögn og upplýsingar sem viðskiptavinur gefur upp í tengslum við námskeið hjá Mental sem trúnaðarmál.
Fyllsta öryggis er gætt hvað varðar greiðslur fyrir námskeið.
Skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur Mental ráðgjafar á grundvelli þessara skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur.