Vöruframboð okkar

Náðu árangri og auktu við hæfni þína í gegnum Mental ráðgjöf. 

Sterkir vinnustaðir byrja með meðvitaðri forystu, opnum samtölum og fræðslu sem nær til allra.

Ertu stjórnandi og vilt kíkja á hvað er í boði fyrir þig, smelltu þá á hlekkinn hér.

Fyrir vinnustaði, fyrirtæki og stofnanir, smelltu þá á hlekkinn hér. 

stjórnendur hafa lokið þjálfun í forvarnargefandi aðgerðum

stjórnendur hafa lokið við þjálfun í viðverustjórnun

einstaklingar hafa komið í handleiðslu

hafa tekið þátt og haft aðgang að Geðheilsuátaki Mental

Vöruframboð Mental

Mental teymið

Helena Jónsdóttir
Framkvæmdastjóri
Helena er klínískur sálfræðingur og hefur starfað sem slíkur um árabil. Í störfum sínum undanfarin 25 ár hefur Helena öðlast víðtæka reynslu á ólíkum sviðum rekstrar, stjórnunar og nýsköpunar. Hún hefur haldið fjölda fyrirlestra og vinnustofa og sinnt ráðgjöf til fyrirtækja á sviði geðheilsu og starfsmannamála. Helena starfaði um árabil sem stjórnandi í fjármálafyrirtækjum, sem framkvæmdastjóri geðheilsumála hjá Læknum án landamæra í fjölda landa ásamt því sem hún leiddi vinnu við stofnun Lýðskólans á Flateyri og var fyrsti stjórnandi skólans.   
Hilja Guðmundsdóttir
Mannauðs- og kynningarstjóri
Hilja er ráðgjafi Mental og sérfræðingur okkar í mannauðsstjórnun. Hún er tvöfaldur meistari, annars vegar í kennslufræði og hins vegar í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði. Hilja á að baki áralanga reynslu sem fyrirlesari og ráðgjafi á sviði forvarna og sem höfundur kennsluefnis fyrir MMS um alhliða heilsu. Hún starfaði sem kennari til fjölda ára og komið að ýmissi fræðslu er varðar heilbrigði, mörk og samskipti. Hilja leiddi einnig menningar- og æskulýðsmál í fyrrum sveitarfélagi sínu og hefur sinnt formennsku ýmissa félaga. 
Frosti
Skrifstofustjóri
Frosti er sérlegur skrifstofustjóri hjá Mental ráðgjöf og sinnir því helst að veita andlegan stuðning og núvitundaræfingar á milli anna hjá Hilju og Helenu. 

Hann leitast við að liggja á þægilegum stöðum innan skrifstofunnar, teppaleggja eftir þörfum og knúsar óhindrað.