Rafrænn vettvangur vinnustaða
Við hjá Mental leitumst stöðugt við að skapa geðheilbrigðari vinnustaði, þar sem sálfélagslegir þættir eru heilbrigðir og styðja við starfsánægju, afköst og helgun starfsfólks.
Forvörnin er besta leiðin að árangri
Fræðsluátök innan vinnustaða
Að hvetja til og stuðla að vinnustaðamenningu sem einkennnist af samkennd, stuðningi og skilningi er mikilvægt skref í að tryggja geðheilbrigði á vinnustað og sálfélagslegt öryggi (ISO 45003:2021).
Tilgangur fræðsluátaks er fólginn í því að opna á þá mikilvægu umræðu og veita stjórnendum og starfsfólk vettvang til að eiga þau samskipti. Alþjóðaheilbrigðis-málastofnunin (WHO) bendir einmitt á mikilvægi þess í þessum efnum.
Tilgangur fræðsluátaks er fólginn í því að opna á þá mikilvægu umræðu og veita stjórnendum og starfsfólk vettvang til að eiga þau samskipti. Alþjóðaheilbrigðis-málastofnunin (WHO) bendir einmitt á mikilvægi þess í þessum efnum.
Rafræn erindi
Við bjóðum einnig upp á stök erindi sem vinnustaðir geta fjárfest í. Hverju erindi fylgir einnig stuðningsefni eða tillögur að því hvernig megi ílengja áhrif fræðslunnar og skapa umræðu innan vinnustaða.
Þjálfun stjórnenda
Þjálfun stjórnenda er lykillinn, samkvæmt rannsóknum og WHO. Stjórnendur þurfa að hafa færni til að taka erfiðu samtölin, stíga inn í mál og koma auga á starfstengda þætti sem skapa mögulegar sálfélagslegar áhættur.
Mental býður upp á margs kyns námskeið og þjálfun fyrir stjórnendur, sem og stuðningsefni sem allt miðar að því að auka við færni þeirra í þessum efnum.
Mental býður upp á margs kyns námskeið og þjálfun fyrir stjórnendur, sem og stuðningsefni sem allt miðar að því að auka við færni þeirra í þessum efnum.
Stefnur og sáttmálar
Hvort sem það sé viðverustefna, geðheilsustefna, samskiptasáttmáli eða annað; þá er mikilvægt að skapa umgjörð og áætlanir innan vinnustaða sem styðja við stjórnendur og starfsfólk í störfum sínum, með markvissum og aðgerðamiðuðum hætti.