Write your awesome label here.
Ef þú ert einstaklingur og vilt fá sendan reikning þá smellir þú á hlekkinn hér og fyllir inn formið. Þú færð síðan aðgang að efninu þegar greiðsla hefur verið staðfest. 
Ef þú ert fyrirtæki / stofnun / vinnustaður og vilt fjárfesta í starfsfólkinu þínu, endilega smelltu á viðeigandi hlekk, fylltu út formið og bókaðu kynningarfund með ráðgjafa. Mental ráðgjöf setur upp tilboðspakka í kjölfarið. 
Árangursrík viðverustjórnun ýtir undir styðjandi og heilbrigða vinnustaðamenningu, bætir starfsánægju og leiðir af sér aukna framleiðni. Viðverustjórnun hefur það að markmiði að draga úr skammtímafjarveru, sem oft á tíðum er ófyrirsjáanleg og skapar óþarfa álag. Öflug viðverustjórnun eykur færni og getu stjórnenda til að bregðast við áskorunum áður en til krísu kemur. Með árangursríkri viðverustjórnun geta vinnustaðir og stjórnendur lækkað kostnað vegna fjarveru starfsfólks, byggt upp traust og ýtt undir helgun starfsfólks. Með því að takast á við skammtímafjarveru með fyrirbyggjandi hætti stuðla vinnustaðir og stjórnendur að sjálfbærari og heilbrigðari vinnustað. Þessi vinnustofa er ætluð þeim sem hafa mannaforráð og sinna stjórnun.
  • Fyrir hverja: Stjórnendur
  • Heildartími:  4 klst 
  • Myndbönd:  1 klst
  • Umsjónaraðili: Hilja Guðmunds
  • Lokið námskeiði: 300+

Hvað segja aðrir? 

Ég er mjög ánægð með námskeiðið og vil leggja áherslu á hversu gagnlegt það hefur verið fyrir mig í starfi.  Það var bæði fróðlegt og hagnýtt, og veitti mér dýpri skilning á mikilvægi viðverustjórnunar í vinnuumhverfinu. Ég fékk að kynnast fjölbreyttum aðferðum og verkfærum sem hjálpa til við að greina og styðja við starfsfólk í tengslum við fjarvistir og viðveru. Þessi verkfæri munu nýtast mér vel í starfi og styðja við faglega nálgun í samskiptum og stjórnun.  

Ég er sérstaklega ánægð með hversu vel námskeiðið var uppbyggt og hversu hagnýt og aðgengileg þau úrræði eru sem fylgdu í kjölfarið. Þau munu nýtast mér til að bæta vinnuferla, efla góðan starfsanda á vinnustað og styðja við vellíðan starfsfólks.  

Ég tel að þátttaka mín í þessu námskeiði styrki mig í núverandi starfi og sé mikilvægt skref á áframhaldandi faglegri þróun í starfi.   
Gabríela Aðalbjörnsdóttir, skrifstofustjóri SMVF

Hvað er innifalið?

Write your awesome label here.
  • Fundur með Mental ráðgjafa

    Með hverri vöru fylgir einn 30 mínútna rafrænn fundur með Mental ráðgjafa.
  • Gögn og skjöl

    Ýmis skjöl og önnur gögn sem eru nytsamleg og styðja við þig sem stjórnanda í viðverustjórnun. 

Námsþættir

Umsjónaraðili námskeiðs

Hilja Guðmunds

Hilja er ráðgjafi Mental og sérfræðingur okkar í mannauðsstjórnun. Hún er tvöfaldur meistari, annars vegar í kennslufræði og hins vegar í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði. Hilja á að baki áralanga reynslu sem fyrirlesari og ráðgjafi á sviði forvarna og sem höfundur kennsluefnis fyrir Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, um margvíslegar hliðar heilsu. Hilja er sérfræðingur okkar í viðverustjórnun, samskiptum og samtalstækni.