Write your awesome label here.

Rafræn námskeið Mental ráðgjafar

Okkur hjá Mental ráðgjöf er umhugað um að skapa vettvang þar sem hægt er að nálgast námskeið og átök er snúa að því að efla geðheilbrigði á vinnustöðum, opna á umræðuna um andleg heilsu og auka við færni sína til að beita forvarnargefandi aðgerðum.

Mundu, yfirleitt er hægt að sækja í fræðslustyrk hjá stéttarfélagi þínu fyrir námskeiðum Mental. 

Hvað er Mental ráðgjöf?

Mental ráðgjöf er íslenskt ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í geðheilbrigði á vinnustöðum og gagnreyndum forvarnaraðgerðum.

Við styðjum fyrirtæki og stofnanir við að byggja upp heilbrigðan og sjálfbæran vinnustað með gagnadrifinni stefnumótun, fræðslu, þjálfun stjórnenda og hagnýtum verkfærum.

Nálgun okkar er forvarnar- og lausnamiðuð og byggir á traustri fagþekkingu og raunverulegum áskorunum íslenskra vinnustaða.
Write your awesome label here.
Write your awesome label here.
Write your awesome label here.

Hvað fela forvarnar- aðgerðir í sér?

Við viljum að geðheilsa eigi að fá sama vægi og líkamlegt heilsa í vinnuumhverfinu. Nálgun okkar byggir á þekkingu, gögnum og virku samtali við starfsfólk og stjórnendur. Við nýtum alþjóðlega viðurkenndar aðferðir í bland við innsýn í íslenskan veruleika og aðstæður hvers vinnustaðar.
Vinnan okkar er:
  • Gagnadrifin : Við kortleggjum stöðuna og sköpum raunhæfar aðgerðir
  • Stjórnendamiðuð : Við styðjum stjórnendur í að leiða áfram breytingar
  • Samvinnumiðuð : Lausnir eru mótaðar í samstarfi við starfsfólk og stjórnendur
  • Hagnýt og sjálfbær : Við leggjum áherslu á lausnir sem virka í daglegu lífi og skila raunverulegum árangri til lengri tíma

Skýrleiki hlutverka og ábyrgðar

Virk innlit og endurgjöf

Samskipti á vinnustað

Geðheilsustefna og aðgerðir

Write your awesome label here.

Vertu geðheilbrigður stjórnandi

Af hverju Mental ráðgjöf?

Við byggjum á gagnreyndum aðferðum

Við byggjum starf okkar á gögnum og gagnreyndum aðferðum. Við styðjumst við leiðbeiningar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar og rannsóknir á sviði geðheilbrigðis á vinnustað

Við veitum persónulega þjónustu

Okkur er umhugað um að veita persónulega þjónustu og sníða þjónustu okkar að þörfum þínum og vinnustaðarins. 

Við styðjum stjórnendur í hvívetna

Stjórnendur leiða áfram starfsfólk sitt, setja tóninn í teymum sínum og eru fyrirmyndir í orði og verki. Áhersla okkar er því að efla og styðja stjórnendur.

Við erum ávallt til staðar fyrir þig

Við leitumst við að svara öllum spurningum, vangaveltum og spurningum innan 24 klukkustunda á virkum dögum (og innan dagvinnutíma).
Write your awesome label here.

Hvað segja aðrir um þjónustu Mental?

Mjög fræðandi og áhugavert námskeið sem vakti mig til umhugsunar um geðheilbrigði á vinnustöðum. 

Stjórnandi eftir námskeiðið 
Geðheilbrigðir stjórnendur

Rafræna geðheilsuátakið hefur aukið vitund starfsfólks okkar um mikilvægi geðheilbrigðis á vinnustað, veitt þeim aðgengilegar leiðir að bættri andlegri vellíðan og undirstrikað mikilvægi jákvæðra tengsla og samskipta í daglegu starfi.

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitastjóri Húnaþings vestra

Mjög áhugavert námskeið sem nýtist mér pottþétt. Þetta námskeið á virkilega erindi við alla stjórnendur. 

Stjórnandi eftir námskeiðið 
Viðverustjórnun og samtöl

stjórnendur hafa lokið þjálfun í forvarnargefandi aðgerðum

stjórnendur hafa lokið við þjálfun í viðverustjórnun

einstaklingar hafa komið í handleiðslu

hafa tekið þátt og haft aðgang að Geðheilsuátaki Mental
Drag to resize

Viltu spjall?

Spjöllum saman og finnum í sameiningu réttu lausnina fyrir þig
Thank you!

Mental teymið

Helena Jónsdóttir
Framkvæmdastjóri
Helena er klínískur sálfræðingur og hefur starfað sem slíkur um árabil. Í störfum sínum undanfarin 25 ár hefur Helena öðlast víðtæka reynslu á ólíkum sviðum rekstrar, stjórnunar og nýsköpunar. Hún hefur haldið fjölda fyrirlestra og vinnustofa og sinnt ráðgjöf til fyrirtækja á sviði geðheilsu og starfsmannamála. Helena starfaði um árabil sem stjórnandi í fjármálafyrirtækjum, sem framkvæmdastjóri geðheilsumála hjá Læknum án landamæra í fjölda landa ásamt því sem hún leiddi vinnu við stofnun Lýðskólans á Flateyri og var fyrsti stjórnandi skólans.   
Hilja Guðmundsdóttir
Mannauðs- og kynningarstjóri
Hilja er ráðgjafi Mental og sérfræðingur okkar í mannauðsstjórnun. Hún er tvöfaldur meistari, annars vegar í kennslufræði og hins vegar í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði. Hilja á að baki áralanga reynslu sem fyrirlesari og ráðgjafi á sviði forvarna og sem höfundur kennsluefnis fyrir MMS um alhliða heilsu. Hún starfaði sem kennari til fjölda ára og komið að ýmissi fræðslu er varðar heilbrigði, mörk og samskipti. Hilja leiddi einnig menningar- og æskulýðsmál í fyrrum sveitarfélagi sínu og hefur sinnt formennsku ýmissa félaga. 
Elísabet Sveinsdóttir
Mannauðsráðgjafi í hlutastarfi
Elísabet er meistaranemi í mannauðsstjórnun og sérfræðingur í kennslufræðum með 18 ára reynslu úr skólastarfi. Hún hefur víðtækan bakgrunn, allt frá kennslu og ráðgjöf til starfa í snyrtibransanum og verslunstörfum á yngri árum, og sameinar þannig fjölbreytta lífs- og starfsreynslu.

Hún hefur brennandi áhuga á fólki, samskiptum og því hvernig skapa má nærandi og heilbrigt starfsumhverfi. Með hlýju, innsæi og fagmennsku nýtir Elísabet bæði reynslu sína og menntun til að styðja við einstaklinga og teymi í daglegu starfi.